Æviágrip og yfirlit yfir feril Páls S. Pálssonar
1933-1935 Nám við Héraðsskólann í Reykholti
1935-1939 Vann við vegagerð á Holtavörðuheiði
1937 - Kennarapróf frá Kennaraskóla Íslands
1937-1941 Kennari í Viðey, í Keflavík og á Seltjarnarnesi
1940 Lauk stúdentsprófi utanskóla við Menntaskólann í Reykjavík
1942 Formaður Ungmennafélags Íslands
1942-1952 Stundakennari við Kvennaskólann í Reykjavík
1943-1944 Formaður Stúdentaráðs
1945 Lauk prófi úr lagadeild Háskóla Íslands
1945 Kosinn í framkvæmdastjórn Sambands ungra Framsóknarmanna
1945-1946 Skrifstofustjóri Félags íslenskra iðnrekenda
1946 Fékk réttindi sem héraðsdómslögmaður
1946-1949 Meðritstjóri að Iðnaðarritinu
1946-1948 Framkvæmdastjóri Fasteignaeigendafélags Reykjavíkur
1947 Formaður Stúdentafélags Reykjavíkur
1947-1956 Framkvæmdastjóri Félags íslenskra iðnrekenda
1952 Samdi Íslenska þjóðfélagið - Kennslubók í félagsfræði – gefin út 1952 og 1962
1952 Dvaldi í Bretlandi og kynnti sér vinnulöggjöf og starfsemi vinnumálaráðuneytisins í Bretlandi á vegum Alþjóðavinnumálastofnunarinnar í Genf
1952-1957 Formaður bankaráðs Iðnaðarbanka Íslands
1953-1957 Formaður Iðnaðarmálastofnunar Íslands
1953 Einn stofnenda Neytendasamtaka Reyjavíkur og kjörinn í fyrstu stjórn þess
1953-1983 Félagi í Lionsklúbb Reykjavíkur. Formaður þess ?
1953-1957 Meðeigandi í Nýju Fasteignasölunni með Magnúsi Þórarinssyni
1956-1983 Rak eigin lögmannaskrifstofu í Reykjavík
1956 Fékk réttindi sem Hæstaréttarlögmaður
1958-1967 Formaður Húseigendafélags Reykjavíkur
1957-1962 Formaður Barnavinafélagsins Sumargjafar
1961 Saksóknari ríkisins í nokkrum Hæstaréttarmálum
1962-1983 Formaður Hús- og landeigendasambands Íslands
1963-1975 Formaður Kjaranefndar ríkisins
1969-1978 Formaður Hús- og landeigendasambands Norðurlanda
1970-1971 Í stjórn Lögmannafélags Íslands
1973-1976 Formaður Lögmannafélags Íslands
1974-1983 Formaður Íslandsdeildar The World Peace Through Law Center
1975- ? Meðstjórnandi í Rauðakrossdeild Reykjavíkur
1976 Sæmdur Riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu
1978 Dómari í félagsdómi eftir tilnefningu Vsf
1978-1983 Formaður Húseigendafélags Reykjavíkur