Framættir og systkini Páls S. Pálssonar
Foreldrar Páls S. Pálssonar
Faðir Páls: Páll Jónsson. Fæddur í Sauðanesi, A-Hún. 15. mars 1875. Látinn á Blönduósi 24. október 1932
Móðir Páls: Sesselja Þórðardóttir. Fædd á Steindyrum í Svarfaðardal, Ey. 29. ágúst 1888. Látin í Reykjavík 10. september 1942
Vísur um Sesselju og Pál
Tómas Jónsson á Blönduósi orti þetta um Pál Jónsson í Sauðanesi en hann óð alltaf úr einu í annað (samkvæmt Sigrúnu dóttur hans):
Þórður er prunkinn og Palli minn karlinn
Pétur á Hnjúkum veidd' ekki lax.
Útlitið ljókkar, loftvog er fallin,
láttu á hestana aktygin strax.
Þetta orti Ingibjörg, kona Tómasar um Sesselju:
Sýður kaffið Sessó mín,
sómafrúin kæra.
Helst ég vildi handtök þín,
horfa á og læra.
Fremst: Þórunn, Anna, Ríkarður, Helga og Sigrún
Aftast: Haukur, Gísli, Ólafur, Páll, Jón, Hermann og Þórður
Systkini frá Sauðanesi
Jón Helgi Pálsson 1914-1985
Sigrún Stefanía Pálsdóttir 1917-1998
Þórður Pálsson 1918-2004
Gísli Guðmundur Pálsson 1920-2013
Stefán Hermann Pálsson 1921-2002
Helga Guðrún Pálsdóttir 1922 - 2017
Þórunn Pálsdóttir 1924 - 2016
Ólafur Hólmgeir Pálsson 1926-2002
Aðalbjörg Anna Pálsdóttir 1928-1956
Haukur Þorsteinn Pálsson 1929-2020
Páll Ríkarður Pálsson 1932 - 2016
"Pabbi var svo eirðarlaus. En ég veit hvað það var. Alltaf fór hann niður á Blönduós, þar sem vínið var. Hann fór fótgangandi og stoppaði stutt en það voru fimm kílómetrar hvor leið. Það tók nokkur ár að ná honum niður. Svo varð hann gigtveikur, en alltaf eirðarlaus."
Sigrún systir Páls S. um föður þeirra.